Dýrin í skóginum

Úff, það er alveg magnað hvað það fjölgar hér í dýrahópnum. Fyrir eigum við 2 hunda, 3 ketti og síðan húsdýrin sjálf. Á síðustu dögum hefur bæst við hagamús og fugl (Þekki ekki tegundina).

Hún Ragheiður dóttir mín bjargaði nú fyrir skemmstu hagamús úr klóm eins kattanna okkar í hlöðunni. Músin hafði skaddast á auga en var ómeidd að öðru leiti (fyrir utan væntanlega sært stolt). Músinni var snarað inn í hús, síðan var útbúið búr með öllum græjum svo einmanna mús leiddist ekki, og þar situr hún öllum til ómldrar ánægju og yndisauka eða þannig.

Síðan gerðist það í dag að sonur minn Hafsteinn var að leika sér upp í bústað hjá afa sínum þegar fugl flýgur inn í bústaðinn. Í örvæntingarfullri tilraun fuglsins við að komast út, tókst ekki betur til en svo að ræfillinn flaug á stofugluggann (innan frá) og steinrotaðist. Það þarf engan snilling til að átta sig á því að fuglinn var handsamaður í snatri og Hafsteinn hentist í loftköstum með hann heim þar hans beið búr með prikum, vatnsdalli og páfagauksfóðri.

Nú bíð ég spenntur eftir því að Ísabella, sú yngsta muni draga ref, mink eða eitthvað álíka nett með sér heim. Þangað tilnæst, hafið það gott. 

  

 

 

 

 


Fyrsta bullið

Jæja, nú hef ég ákveðið að hefja aftur bloggskrif á nýrri síðu eftir nokkura ára hlé. Veit ekki hvort ég nenni að vera neitt sérstaklega aktívur en ég gæti samt sett inn færslur annað veifið. Það var af ásettu ráði að ég ákvað að byrja ekki fyrr en eftir kosningar þar sem bloggheimurinn gjörsamlega logaði í aðdragandanum. Ég hef brennandi áhuga á pólitík en er ansi latur að skrifa um það sem tengist henni þótt ég áskilji mér rétt til að hripa eitthvað niður. Sjálfsagt kemur manni eitthvað í hug eftir að stjórmyndum lýkur.

Annars er Það að frétta af Miðhúsunum að vorverkin ganga sinn vanagang þótt ég kysi að hafa komist í þau fyrr. Það er a.m.k. vika eftir áður en vinna í flögum lýkur. Þá tekur við girðingarvinna áður en ég fer til Rhodos í viku að hlaða batteríin fyrir heyskapstörn. Meira um það síðar. 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Hafsteinn Ragnarsson

Höfundur

Jón Hafsteinn Ragnarsson
Jón Hafsteinn Ragnarsson
Ég heiti Jón H Ragnarsson (Nonni) og bý á Miðhúsum í Biskupstungum. Þar rek ég kúabú ásamt konu minni Elísabetu og 3 börnum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband