Grasekkill

Jæja......Þá er ég orðinn grasekkill, allavega næstu vikuna. Í morgun fór hele familien til Rhodos án mín þ.m.t. Ma & Pa, Helga, Kjartan og strákarnir hennar Helgu. Meira að segja Konný fór með þeim þannig að ég sit hér einn heima, sötra skyr.is drykk (sem er æði enda unnin úr mjólk) og horfi á allt ruslið sem hefur komið í kringum mig á 12 tímum. Þetta er þó ekki eins slæmt og halda mætti, þar sem ég fer út til þeirra eftir viku og verð með þeim í viku í sólinni. Það eru hins vegar margir kostir við að vera einn heima í svona langan tíma:

1. Ég vakna alltaf á undan klukkunni (Þegar það er enginn við hliðina á mér er tilgangslaust að     liggja of lengi)

2. Ég kem miklu meiru í verk þar sem ég hef engan til að tala við og þarf því ekki að slæpast.

3. Ég get borðað hvað og hvenær sem ég vill.

4. Bjórinn getur verið á lofti allan daginn, ég þarf ekkert að keyra neitt.

Þetta eru helstu kostirnir, en þó tel ég að ókostirnir séu fleiri, en það er ágætt að vera einn í stuttan tíma í einu.

 Ég ætlaði að setja kýrnar út í gær en vindurinn var of mikill, reyni sennilega á morgun ef veður er skapleg. Þeir sem vilja verða vitni að þessu húllumhæji er bent á að mæta í hádeginu

Sæl að sinni

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Hafsteinn Ragnarsson

Höfundur

Jón Hafsteinn Ragnarsson
Jón Hafsteinn Ragnarsson
Ég heiti Jón H Ragnarsson (Nonni) og bý á Miðhúsum í Biskupstungum. Þar rek ég kúabú ásamt konu minni Elísabetu og 3 börnum
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband