Nýr landbúnaður eða jafnvel enginn???

Nú er það öllum sem vilja sjá ljóst að ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að myndast. Persónulega tel ég fátt jákvætt við það nema þá helst að hlutur kvenna í ráðherrastólum hlýtur að aukast eitthvað. Ég er ákaflega hræddur um að staða bænda verði erfið ef stefna beggja flokka í þeim málum nær fram að ganga. Ég er hræddastur við það að gerðar verði róttækar breytingar á styrkjakerfinu á skömmum tíma án þess að finna út aðrar leiðir eða auka umsvif á "grænum greiðslum". Þetta getur komið sér mjög illa fyrir stóran hóp bænda sem hafa verið að auka umsvifin verulega á seinustu árum með tilheyrandi kostnaði og skuldsetningu. Allar snöggar breytingar koma illa við þessa aðila og líklegt að bændum muni þá fækka mun hraðar en verið hefur.

Ég er þeirrar skoðunar að öflugur landbúnaður þar sem stór og lítil bú geta notið sín sé grundvöllur fyrir blómlegri búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Aðeins þá geta aðrar greinar sem byggja afkomu sína á vinnslu landbúnaðarafurða blómstrað og starfað í góðri sátt við bændur og neytendur. Nauðsynlegt er að setja hömlur á hversu mikið af heildargreiðslumarki hver aðili megi eiga til svo hægt sé að tryggja áframhaldandi fjölbreytni á búum landsins. Einnig þarf að sporna við þeirri afleitu þróun að auðmenn geti keypt jarðir að vild og komið þar af leiðandi í veg fyrir nýliðun í greininni vegna hækkandi jarðarverðs.

Mikið hefur verið talað um þá styrki sem bændur njóta sem eitthvert krabbamein á fjárlögum. Þessi málflutningu nokkura aðila er alveg út í hött þar sem neytendur njóta í staðinn lægra verðs á landbúnaðarafurðum. Í nokkrum tilvikum hafa ákveðnar afurðir s.s. lamba og nautakjöt verið dýrt í búðum, en þar tel ég að sökin sé hjá milliliðum og verslanakeðjunum en alls ekki hjá bændunum sjálfum.

PÚFF!!! Þá er þetta komið úr kerfinu hjá mér Shocking 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Björk Jóhannsdóttir

Sammála þér! Sé fátt jákvætt við þetta og skil ekki hvers vegna fólk (yfirleitt jakkafata-pabbastráka-Reykvíkingaplebbar sem aldrei hafa stigið fæti á annað en malbik og eru komnir í einhverjar stjórnunarstöður því miður) sjá ekki hversu vont það er fyrir landið í heild að "byggðastefnan" sé að byggja sem flest álver, að fiskikvótinn sé allur á suðvesturhorninu, að það verði engir bændur nema svona 3 sem verða eftir og þá með risastór verksmiðjubú og ætla svo að búa til sumarbústaðarlönd úr öllum bújörðum. HVER ÆTTI SVOSEM AÐ VILJA FARA ÚTÁ LAND ÞEGAR ENGIN ÞJÓNUSTA ER ÞAR TIL STAÐAR LENGUR!!!??? Bændur halda að miklu leyti upp þessari litlu þjónustu sem nú er til staðar. Þessir plebbar ættu kannski aðeins að fara að hugsa sinn gang...eða kannski vilja þeir bara að tölva hugsi fyrir þá...já sennilega...

Ég er reið í dag!  

Eyrún Björk Jóhannsdóttir, 24.5.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Jón Hafsteinn Ragnarsson

Heyr, heyr!!!

Gott að einhver se sammála mér.

Jón Hafsteinn Ragnarsson, 26.5.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Hafsteinn Ragnarsson

Höfundur

Jón Hafsteinn Ragnarsson
Jón Hafsteinn Ragnarsson
Ég heiti Jón H Ragnarsson (Nonni) og bý á Miðhúsum í Biskupstungum. Þar rek ég kúabú ásamt konu minni Elísabetu og 3 börnum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband