9.10.2007 | 10:34
Endalaus vinna
Nú er orðið allt of langt síðan ég setti eitthvað hér inn. Satt að segja hef ég hreinlega ekki haft lausa stund sem heitið getur síðustu 2 mánuði. Kláraði fyrsta slátt í júní og seinni slátt seinnipartinn í júlí. Það var einhver smávægilegur 3. sláttur, en þó mun minna en ég átti von á fyrr í sumar. ýmislegt hefur gengið á í sumar, enda ekki hægt annað fyrst ég gaf mér ekki einu sinni tíma í að skrifa neitt. Það sem stendur uppúr hvað sumrið varðar hjá mér er fyrst og fremst það hvað heyskapur gekk vel og lítið var um bilanir. Síðan er það náttúrulega kornskurðurinn. Ég átti von á að fá þreskivélina til mín í gær en eitthvað klikkaði í skipulaginu og var hún send annað þannig að ég þarf að bíða eftir næsta þurrki. Hveitið lítur vel út og þrælstendur þrátt fyrir miklar rigningar og rok. Sömuleiðis kemur það mér á óvar hvað byggið stendur vel og tel ég að þar megi þakka kynbótastarfi undanfarinna ára. Gæsin er örlítið farin að láta sjá sig á nýræktunum, en samt ekki í því magni sem ég hafði vonast eftir. Ég nenni hreinlega ekki að liggja fyrir einhverjum 10 fuglum, bíð frekar betri tíma. Það er alltaf möguleiki á að það fjölgi þegar eftir að kornið hefur verið skorið.
Ég er kominn með nýjan hund (labrador) sem heitir Tinni og er alveg ofboðslega skemmtilegur og þægilegur. Það rætist vonandi betur úr honum en hinum greyjunum sem ég þurfti að lóga í sumar eftir að þau gerðu sér lítið fyrir og drápu 4 kindur á 1 degi. Veit hreinlega ekki hvað kom yfir þau þar sem þau voru alvön því að umgangast fé.
Á döfinni er að fara í Rauðaskóg og útbúa aðstöðu fyrir geldneyti þar sem fjósið verður fullnýtt í vetur undir kýr. Ég keypti 35.000 ltr af kvóta í sumar og þarf því á hverjum fermetra að halda ef ég á að ná að mjólka upp í þetta allt saman. Það kom til mín ráðunautur frá BÍ um daginn og tók út fjósið með tilliti til breytinga og stækkunar. Niðurstaðan kom mér ekkert sérstaklega á óvar en þar er alveg að ljóst að það borgar sig ekki að halda í gamla fjósið og það eina sem kemur til greina ef við ætlum að vera í þessu til frambúðar er að byggja nýtt fjós.
Annars fer nú vonandi að róast hjá mér á næstunni.
Um bloggið
Jón Hafsteinn Ragnarsson
Færsluflokkar
Tenglar
Annað
- Bændasamtökin
- Landsamband Kúabænda Góð síða fyrir bændur og annað áhugafólk um landbúnað
- Búnaðarsamband Suðurlands
- VG
Einstaklingar
Hér eru slóðir á heimasíður einstaklinga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.