25.6.2007 | 06:50
Vinnutörn
Jæja, þá er maður kominn úr fríi (fyrir 2 vikum). Rhodos var alveg frábær og sennilega með betri stöðum sem ég man eftir til að vera með börn. Grikkir setja börn í algjöran forgang, gamlar farlama konur standa upp í strætó fyrir fullfrískum 6 og 7 ára börnum. Kaupmenn moka sleikjó í alla krakka sem koma inn í verslanir þeirra og ef barn sést grátam, þá flykkist fólk að til að reyna að leysa málið með foreldrunum. Hreinlega æðislegt að vera með börnin á svona stað. Þar fyrir utan má síðan finna margt gott og slæmt um Grikkina. Nokkur góð atriði: vingjarnlegir, barngóðir, mikil þjónustulund, tala flestir ensku, heiðarlegir. Nokkur slæm atriði: Sóðar, full rólegir í tíðinni, man hreinlega ekki eftir flleiri slæmum punktum. Eyjan Rhodos er gríðarlega falleg ef frá er talinn sóðaskapurinn og alveg þess virði að skoða rækilega ef fólk fer í frí þangað.
Eftir þetta vel heppnaða frí var farið beint í sáningu á grasi þar sem ekki hafði náðst að klára það áður en ég fór út. Síðan byrjaði heyskapur á fullu 18. júní og stendur sem hæst núna. Ég stefni að því að klára 1. slátt í dag og byrja að undirbúa 2. slátt í vikunni með skíta og áburðargjöf. Þetta er alveg með fyrsta móti, og leyfi ég mér að fullyrða það að 1. sláttur hefur aldrei verið kláraður fyrir júlí hér á Miðhúsum áður. Við erum alveg 2 vikum fyrr á ferðinni núna miðað við síðustu 2 ár. Stærsti munurinn er líka sá að nú eru alvöru vélar á bænum og hægt að leggja mikið undir í einu. Þetta er mikill munur frá því sem áður var þegar ekki var þorandi að slá meira en 3-4 ha í einu þar sem vélarnar voru svo litlar og afköstin eftir því. Núna slær maður bara það sem er tilbúið óháð magni og fær fyrir vikið mun betra fóður inn á miklu styttri tíma en áður fyrr. Í ár stefnir í að ca. 20 ha verði slegnir 3. slætti, en það hefur aldrei gerst hér áður. Maður áttar sig varla á því sjálfur hversu miklar breytingar hafa orðið á búsháttum hér frá því að við tókum við. Vonandi halda breytinga í jákvæða átt áfram á næstu misserum.
Um bloggið
Jón Hafsteinn Ragnarsson
Færsluflokkar
Tenglar
Annað
- Bændasamtökin
- Landsamband Kúabænda Góð síða fyrir bændur og annað áhugafólk um landbúnað
- Búnaðarsamband Suðurlands
- VG
Einstaklingar
Hér eru slóðir á heimasíður einstaklinga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.