Skvett úr klaufunum

Jæja, loksins hafði ég það af að hleypa kúnum út í fyrsta skipti í sumar. Ég var 3 dögum fyrr en á síðasta ári þrátt fyrir að spretta væri með minna móti og því ekkert sérstök beit í boði. Þetta var samt nauðsynlegt þar sem heilsufari gripanna hafði hrakað mikið síðustu vikur og kenni ég langri innistöðunni um það. Þetta er alltaf jafn skemmtileg sjón að sjá, 4-500kg gripir á hlaupum og hoppandi eins og smákálfar. Allra lifðu þær þetta af en það hefur einu sinni komið fyrir hérna að kýr hafi drepist í látunum sem þessu fylgir.

Ég fæ alltaf sumarfílingin í mig þegar hleypt er út og þá fyrst byrjar spenningurinn hjá mér varðandi sumarverkin.

Ég er nú samt ekki alveg búin með alla jarðvinnslu ennþá, á eftir að herfa 4 ha, sá í 9 ha og bera á og valta 13 ha. Þessi seinagangur kom mér svosem ekkert á óvart þar sem ég er að taka upp yfir 20 ha, en það er 1/3 af heildar ræktarlandi. Vissulega er ég að taka smá séns þar en ef vel til tekst á ég mikið af góðum nýræktum fyrir vikið.

Kornið og hveitið er aðeins byrjað að gægjast í gegnum moldina. Ég hef ekkert sérstaklega miklar áhyggjur af korninu en hveitið er ný tilraun hjá mér sem spennandi verður að fylgjasgt með í sumar og haust.

Nóg í bili, er farinn að tæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Hafsteinn Ragnarsson

Höfundur

Jón Hafsteinn Ragnarsson
Jón Hafsteinn Ragnarsson
Ég heiti Jón H Ragnarsson (Nonni) og bý á Miðhúsum í Biskupstungum. Þar rek ég kúabú ásamt konu minni Elísabetu og 3 börnum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband